Vefstefna um rannsókn á lesblindu og kvíða

Endilega deildu okkur

Á vefstefnunni: Er leikur að læra? sem haldin var 4. apríl 2022 voru kynntar niðurstöður rannsóknar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur unnið fyrir Félag lesblindra á Íslandi, þar sem sjónum er beint að tengslum lesblindu og kvíða. Þetta er viðamikil könnun á námi, líðan og fleiru meðal ellefu þúsund nemenda á unglingastigi í grunnskólum landsins.

Leitað er svara við því hvort og hvernig lesblinda eða lestrarörðugleikar ungmenna hafi áhrif á frammistöðu í námi. Hefur það áhrif á sjálfsmat og sjálfsöryggi þeirra? Finna þau sem eiga við lestrarörðugleika að stríða frekar fyrir andlegri vanlíðan og kvíða, heldur en jafnaldrar þeirra?

Á vefstefnunni komu fram:

Snævar Ívarsson framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi;

Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands;

Ásdís Aðalbjörg Arnalds verkefnastjóri hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands;

Þórhildur Halldórsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík;

Guðmundur Johnsen, formaður Félags lesblindra á Íslandi.

Kynnir var Davíð Stefánsson.
Það má nálgast vefstefnuna á Youtube rás félagsins.
https://youtu.be/chr4Vm9Q6GQ