Námskeið

Endilega deildu okkur

Ýmis námskeið á vegum FLÍ

Félag lesblindra heldur ýmis námskeið tengd lesblindu. Innheimt er hóflegt námskeiðsgjald fyrir þau námskeið sem eru haldin úti í bæ. Einnig er bent á að félagsmenn geta pantað tíma á skrifstofu félagsins og fengið einstaklingsmiðaða ráðgjöf eða aðstoð þeim að kostnaðarlausu.

Námskeiðið „Færni“

Námskeiðið „Færni“ hefur verið í boði frá árinu 2008 og verið kennt um allt land. Það miðar að því að kynningu og leiðsögn á þeim rafrænu verkfærum sem nýtast lesblindum og öðrum sem hafa áhuga á að auka færni sína með notkun slíkra verkfæra til að auðvelda lestur og skrift. Námskeiðið þykir sérlega hagnýtt og nýtist jafnt í námi, starfi sem og heima við. Þátttakendur kynnast þeim rafrænu verkfærum sem í boði eru og öðlast öryggi og færni í notkun hugbúnaðar og tækja. Það hentar vel þeim sem hafa einhverja tölvuþekkingu, sem þó er ekki skilyrði.

Í boði eru tvær útfærslur af þessu námskeiði. Annars vegar fimmtán tíma námskeið á þrem dögum og hins vegar örnámskeið sem tekur eina kvöldstund. Lengra námskeiðið er boðið í gegnum endurmenntunarstöðvar víðs vegar um land, en styttra námskeiðið hefur verið ýmist haldið í skólum, vinnustöðum eða á vegum félagsins.
Námskeið fyrir ungmenni og foreldra þeirra: Lesblinda, nám og námstækni

Þetta námsskeið er fyrir lesblind ungmenni á aldrinum 10-15 ára og foreldra þeirra. Fjallað er um einkenni lesblindu, styrkleika lesblindra, leiðir til að byggja upp sjálfstraust, tækni, hugbúnað og námstækni sem nýtist lesblindum. Þá er fjallað um hvernig foreldrar geta best hjálpað heima fyrir.

Námskeið fyrir ungmenni ásamt foreldrum : Snjalltækjanámskeið

Á þessu námskeiði fyrir ungmenni og foreldra, er farið sérstaklega yfir notkun á snjalltækja og hugbúnaðar sem getur nýst lesblindum ungmennum. Oft strandar notkun á þessum hjálpartækjum á því að lesblind ungmenni eru feimin við að nýta þau eða að foreldrar hafa ekki næga kunnáttu til að styðja og hvetja börnin í að nýta þessi tæki.

Ýmis örnámskeið FLÍ

Félagið hefur einnig boðið upp á styttri sérhæfðari námskeið eins og:

  • Hvernig nýta má símann sem hjálpartæki (2 klst)
  • Algeng hjálpartæki fyrir lesblinda (2 klst)
  • Einkenni lesblindu (2 klst)
  • Námskeið fyrir kennara um hjálpartæki (1 1/2 klst)

Önnur námskeið: Mímir-símenntun

„Aftur í nám“ hjá Mími-símenntun er ætluð er fólki með lestrarörðugleika.

Áhuga vekur hversu oft nemendur úr „Aftur í nám“ halda áfram í aðrar námsleiðir hjá Mími-símenntun.
Þannig fara margir í Grunnmenntaskólann eftir að hafa lokið námsleiðinni Aftur í nám. Aðsókn að Grunnmenntaskólanum hefur verið mjög mikil.

Félag leslindra bendir á að hjá flestum ef ekki öllum endurmenntunnarsetrum er „Aftur í nám“ sem hægt er að sækja í hvaða landsfjórðungi sem er, ef næg þátttaka fæst þegar námsskeiðin eru auglýst.

Önnur námskeið: Fræðslumiðstöðvar

Víða um landið eru fræðslumiðstöðvar sem eru einnig endurmenntunnarsetur. Sum þeirra bjóða námskeið sem gæti hentað lesblindum. Hér er þær listaðar:

Nánari upplýsingar um námskeið og ráðgjöf fyrir lesblinda má fá með því að heimsækja skrifstofu félagsins eða hringja í síma 534-5348.