Ný lausn til að nýta tölvur og tæki til að auðvelda lestur og skrift

Endilega deildu okkur

Kæru landsmenn nú erum við í átaki, og leitum til ykkar um stuðning, og vonumst við að vel verði tekið á móti okkar fólki sem nú er að hringja í ykkur. 

Við ætlum að búa til lausn sem nýtir saman talgervil, raddgreini og textaskanna til þess að auðvelda þeim sem eru lesblindir eða glíma við lestrarörðugleika við lestur og skrift. Lausn sem mun vinna með íslensku tungumáli þannig að hægt sé  láta tölvur og tæki lesa og skrifa fyrir okkur óháð tölvutegund eða hugbúnaði.

Talgervill

Talgervill virkar þannig að þú getur valið allan texti sem þú ert með á skjánum fyrir framan þig og hlustað á hann. Talgervilinn verður hægt að nýta til að láta tölvur og tæki lesa texta upphátt fyrir okkur óháð nettenginu eða tegund af hugbúnaði eða tækjum. Til viðbótar mun þessi talgervill sýna hvert orð breyta um lit á meðan það er lesið upp og mun hann virka á tölvum símum eða spjaldtölvum. Þessi tækni mun auðvelda okkur lesblindum og öllum þeim sem eiga við lestrarörðugleika mjög mikið að nálgast upplýsingar,  stunda nám og vinnu. Talgervilinn mun lesa fleiri en eitt tungumál til að byrja með amk. ensku.

Raddgreinir

Raddgreinir virkar þannig að allur texti sem er talaður við tækið mun tækið skrifa fyrir viðkomandi.  Þannig mun viðkomandi bæði geta talað við tölvur og tæki  og breitt því sem sagt er í texta sem mun auðvelda þeim sem glíma við að skrifa íslensku rétt að skrifa réttari texta. Einnig mun þessi búnaður skrifa orðin hraðar en við gætum gert með lyklaborðinu.  Viðkomandi mun alltaf geta hlustað á textann þegar búið er að skrifa með röddinni. Vonast er til að hægt verði að nýta þessa tækni óháð nettengingu en slíkt er ekki hægt í dag.  

Textaskanni

Textaskanni virkar þannig að þú getur bæði notað símtækið þitt til að taka mynd af blaðsíðunni og eða sérstakt tæki sem er þá til að mynda skanni eða prentaraskanni. Launsin okkar mun þá innihalda skannalausn sem breytir textanum á mynd í stafrænan texta sem hægt er að vinna með. Þannig verður hægt að velja textann og vinna með hann t.d.  með talgervlinum. Með þessari lausn verður hægt að breyta prentuðum og myndatexta í hljóðupplestur og þar með gjörbreyta möguleikum fólks að aðgengi að upplýsingum og námi.

Lögð verður áhersla á að launsinn byggi á góðu einföldu notendaviðmóti þar sem auðvelt verður að nýta alla hluta lausnarinnar saman . Launsin mun virka  án nettengingar og með  öllum tækjum, tölvum og stýrikerfum til að aðgengi sé eins og gott og mögulegt er fyrir alla þá sem eiga í erfiðleikum með að vinna með texta eins og lesblindir.