Skilgreining

Skilgreining alþjóðasamtaka taugalækna (World Federation of Neurology ) frá 1968 hljómar á þann veg að dyslexía (lesblinda)sé veila hjá börnum sem lýsi sér í því að þau nái ekki færni í lestri, skrift og stafsetningu þrátt fyrir hefðbundna kennslu og nægjanlega greind.

Skilgreining British Dyslexia Association frá 1989 er víðtækari og segir dyslexíu (lesblinda) sértæka námsörðugleika, eðlislæga að uppruna, sem birtist í erfiðleikum í lestri, stafsetningu og meðferð ritaðs máls, og geti verið samfara vandamálum í stærðfræði. Þetta tengist einkum erfiðleikum við að ná tökum á ritmáli (stafrófs, talna og tónlistar), enda þótt þeir snerti oft talað mál að einhverju marki.

Skilgreining frá árinu 1995 sem komin er frá samstarfshópi bandarískra vísindamanna, félagi áhugamanna um dyslexíu (lesblinda) og fulltrúa bandarísku barnaheilbrigðisstofnunarinnar ber merki um breyttan skilning á eðli dyslexíu (lesblinda) og segir m.a. að dyslexía (lesblinda) feli í sér áskapaða málhömlun sem lýsi sér í erfiðleikum í úrlestri stakra orða (single word decoding) sem beri vott um ófullnægjandi hljóðkerfisúrvinnslu. Áhersla er lögð á að erfiðleikarnir nái yfir lestur, ritleikni og stafsetningu og séu oft óvæntir þegar tekið er mið af aldri, námsgetu og vitsmunum.