Greining

Endilega deildu okkur

Lesblindugreining

Hefur þú velt fyrir þér hvort þú eða einhver sem þú þekkir glími við lesblindu. Merki um lesblindu geta komið fram á mismunandi aldri, ýmist fljótlega þegar nemandi fer að finna fyrir erfiðleikum við að lesa og skrifa í fyrstu bekkjum grunnskóla eða síðar þegar reyna fer á lestur, stafsetningu og ritun í efri bekkjum grunnskóla eða á fyrstu árum í framhaldsskóla.  Greining á lesblindu (dyslexíu) fer fram í flestum skólum landsins oft í tengslum við kennsluráðgjafa á þjónustumiðstöðvum og/eða skólaskrifstofum sveitarfélaganna.

Í grunnskólum er iðulega markvisst skimað fyrir lestrarerfiðleikum og nemendum leiðbeint sérstaklega um lestur þegar þörf er á því. Margir skólar nota greiningartækið GRP 14h. Nánari upplýsingar um skimunarprófið má nálgast á http://lesvefurinn.khi.is/kennsla_skimun.

Nánari greining á lestrarfærni með greiningartækinu LOGOS er oft gerð ef nemandi og foreldrar sækjast eftir því. Félag lesblindra getur bent á hvar hægt er að komast í LOGOS-test
LOGOS er hágæða greiningartæki til að greina lestrarerfiðleika hjá börnum, unglingum og fullorðnum.

Félag lesblindra á Íslandi gerir ekki greiningar en getur veitt upplýsingar um greiningaraðila í síma 534-5348 eða á skrifstofu félagsins Ármúla 7b, 108 Reykjavík