Íslenskan nothæf í stafrænum heimi

Endilega deildu okkur

Guðmundur Skúli Johnsen formaður Félags lesblindra og Sigþór U. Hallfreðsson formaður Blindrafélagsins rita grein í Morgunblaðið laugardaginn 9. október sem ber yfirskriftina „Íslenskan nothæf í stafrænum heimi“. Þar minna þeir á að fyrstu máltækniáætlun stjórnvalda, sem miðaði að gjaldgengi íslenskrar tungu í stafrænum heimi, ljúki senn. Því skori þeir á stjórnvöld að hefja undirbúning og framkvæmd nýrrar máltækniáætlunar. Finna leiðir til að koma afurðum fyrstu áætlunarinnar í hendur tækninotendenda.

Máltækniáætlunin var samvinna rannsóknastofnana, háskóla, fyrirtækja og frjálsra félagasamtaka. Þar var margvíslegum tal- og textagögnum safnað og forskriftir af talgreiningarvélum, talgervlum, ritvinnslustoð og vélrænum þýðingarvélum gefnar út. Er verkefnið verður að klára. Það er því mikilvægt „að inn í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar komi skýr yfirlýsing um nýja máltækniáætlun sem varðturn íslenskrar tungu í ólgusjó tæknifarfara,“ segja formennirnir.