Teflir gervigreind gegn lesblindu

Endilega deildu okkur

Í Morgunblaðinu í dag 30.septmeber 2021 er viðtal við hann Hinrik Jósafat Atlason stundakennara við HR sem er að hanna gervigreindarkennara í samstarfi við Félag lesblindra á Íslandi.


Hinrik segir m.a. „Það er auðvelt að taka menntun sem sjálfsögðum hlut, þangað til maður kynnist betur þeim sem fá ekki sömu tækifæri vegna líkamlegs ástands sem þeir ráða ekki við og mæta takmörkuðum skilningi á.“ Þetta segir Hinrik Jósafat Atlason, stundakennari við Háskólann í Reykjavík, í samtali við Morgunblaðið um Atlas Primer, kennsluforrit byggt á gervigreind, sem hann vinnur að og er ætlað að vera eins konar einkakennari nemenda, sem stríða við sértæka námsörðugleika á borð við lesblindu, eða eiga af öðrum ástæðum í vandræðum með hefðbundið nám, sem byggist á lestri og lesskilningi

Nánar má lesa viðtal við hann á mbl.is