Skólaheimsóknir í COVID

Endilega deildu okkur

Heimsfaraldurinn hefur hamlað námskeiðahaldi Félags lesblindra. Snævar Ívarsson, framkvæmdastjóri félagsins, náði þó að heimsækja Foldaskóla í Garðabæ 24. mars síðast liðinn. Þar hitti hann um 100 áhugasama nemendur úr fjórum bekkjum og ræddi um lesblindu í námi. Hann kynnti þau rafrænu verkfæri sem nýtast lesblindum og öðrum sem hafa áhuga á að auka færni sína með notkun slíkra verkfæra til að auðvelda lestur og skrift. Viðtökur voru afar góðar.

Vonandi getum við haldið áfram námskeiðahaldi og skólaheimsóknum fljótlega