Fjáröflun vegna rannsóknar á kvíða lesblindra barna

Endilega deildu okkur

Haustið 2019 var sett af stað fjáröflun á vegum félagsins til þess að safna fé til þess að rannsaka áhrif kvíða lesblindra barna. Markmið rannsóknarinnar er að skilja betur þær áskoranir sem lesblind glíma við og auka möguleika á að hægt verði að styðja betur við lesblind börn. Fjáröflunin er unnin í samvinnu við markaðsfyrirtækið Símstöðina sem hringir í einstaklinga og fyrirtæki fyrir hönd félagsins.

Nánar um verkefnið:

Það er þekkt að að kvíði er vaxandi vandamál í grunnskólum. Að vera með lesblindu þýðir ekki endilega að börn verði kvíðin en rannsóknir sýna að það eykur líkur á því. Rannsóknir hafa sýnt að því meira streitu sem  börn upplifa því næmari eru þau fyrir kvíða.  Þetta og erfðafræði geta stuðlað að langvinnum kvíðaröskun.  Börn sem þróa með sér kvíðaröskun hafa oft áhyggjur og ótta sem nær ekki bara til skólaumhverfisins heldur til annarra þátta í lífinu. Það getur valdið því að þau óttast hversdagslega atburði og fá þráhyggju yfir því hvernig hlutirnir gætu farið úrskeiðis. Það hefur áhrif á hvernig þeim gengur að takast á við verkefni lífsins og kemur í veg fyrir að þau njóta lífsins. Við hjá félaginu höfum verið vör við að kvíði er að hafa mikil áhrif á þá einstaklinga sem leita til okkar. Frá árinu 2017 höfum við haft áherslu í okkar starfi að vinna að því að hjálpa einstaklingum að takast á við þetta meðal annars með því að ræða úrræði á námskeiðum okkar. Einnig héldum við ráðstefnu fyrir kennara 2017 sem bar yfirskriftina Textinn kvíðavaldur lesblindra barna til þess að auka þekkingu kennara á kvíða hjá lesblindum. Félag lesblindra á Íslandi langar að skoða þessi mál nánar og gera rannsókn á áhrifum kvíða hjá börnum sem glíma við námserfiðleika. Rannsóknin verður unnin í samstarfi við rannsakendur sem hafa sérþekkingu á þessu sviði.