Hefur þú eða þinn skóli áhuga á að fá félagið í heimsókn til að fjalla um lesblindu við nemendur og kennara. Frá árinu 2011 hefur félagið farið í skólaheimsóknir í unglingadeildir grunnskóla þar sem rætt er við alla nemendur ekki aðeins þá lesblindu um lesblindu, einkenni,áskoranir og styrkleika lesblindra. Þá er farið yfir hvaða úrræði hafa nýst vel til að takast á við þær áskoranir sem fylgja lesblindu. Í framhaldið hefur oft verið fundur með kennurum skólans. Endilega verið í sambandi við okkur til að panta heimsókn.

Gerast félagi

Um félagið

Félag lesblindra á Íslandi (FLÍ) er félag sem vinnur markvisst að því að auka vitund og þekkingu á lesblindu á Íslandi. Tilgangur FLÍ er að vinna að hverskonar hagsmunamálum lesblindra með það að markmiði að jafna stöðu þeirra, í leik, starfi og menntun á við aðra í samfélaginu.

Lesa meira

Gerast félagi

Gerast félagi

Félag lesblindra á Íslandi býður öllum sem hafa áhuga á málefninu að gerast félagsmenn. Smelltu hér til að gerast félagi

Lesa meira

Lesblinda

Lesblinda

Orðið dyslexía (lesblinda) er komið úr grísku og þýðir erfiðleikar með orð („dys“ – erfiðleikar; „lexis“ – orð). Það er því líklegt að nemandi sem á við slíka erfiðleika (lesblindu) að etja eigi erfitt uppdráttar í hefðbundnu námi sem byggir á bókinni – lestri og skrift. Rannsóknir sýna að um 10–20% einstaklinga eiga í erfiðleikum með lestur og að mikill hluti þeirra er lesblindur.

sjá meira

Lesblindir hönnuðir hugsa öðruvísi

Wired birti nýlega áhugaverða grein um lesblindu meðal hönnuða. Grein Wired fjallar um hve algengt sé að lesblindir hönnuðir séu uppfullir af frumlegum hugmyndum og búi yfir hæfileikum til þess að sjá hluti frá óvæntu sjónarhorni. https://www.wired.com/2016/08/dyslexic-designers-just-think-different-maybe-even-better/  

Read More