Hefur þú eða þinn skóli áhuga á að fá félagið í heimsókn til að fjalla um lesblindu við nemendur og kennara. Frá árinu 2011 hefur félagið farið í skólaheimsóknir í unglingadeildir grunnskóla þar sem rætt er við alla nemendur ekki aðeins þá lesblindu um lesblindu, einkenni,áskoranir og styrkleika lesblindra. Þá er farið yfir hvaða úrræði hafa nýst vel til að takast á við þær áskoranir sem fylgja lesblindu. Í framhaldið hefur oft verið fundur með kennurum skólans. Endilega verið í sambandi við okkur til að panta heimsókn.

Gerast félagi

Um félagið

Félag lesblindra á Íslandi (FLÍ) er félag sem vinnur markvisst að því að auka vitund og þekkingu á lesblindu á Íslandi. Tilgangur FLÍ er að vinna að hverskonar hagsmunamálum lesblindra með það að markmiði að jafna stöðu þeirra, í leik, starfi og menntun á við aðra í samfélaginu.

Lesa meira

Gerast félagi

Gerast félagi

Félag lesblindra á Íslandi býður öllum sem hafa áhuga á málefninu að gerast félagsmenn. Smelltu hér til að gerast félagi

Lesa meira

Lesblinda

Lesblinda

Orðið dyslexía (lesblinda) er komið úr grísku og þýðir erfiðleikar með orð („dys“ – erfiðleikar; „lexis“ – orð). Það er því líklegt að nemandi sem á við slíka erfiðleika (lesblindu) að etja eigi erfitt uppdráttar í hefðbundnu námi sem byggir á bókinni – lestri og skrift. Rannsóknir sýna að um 10–20% einstaklinga eiga í erfiðleikum með lestur og að mikill hluti þeirra er lesblindur.

sjá meira

Nýtt efni Hlaðvarpið

Nú höfum við bætt við sérstakri síðu undir hjálparefni þar sem við munum deila áhugaverðum hlaðvörpum um lesblindu og efni sem tengist henni. Við ríðum á vaðið með því að deila 2 hlaðvörpum sem eru viðtöl við formann og framkvæmdastjóra Félags lesblindra á Íslandi sem blaðamaðurinn Sigurður Már Jónsson tók við þá Guðmund S. […]

Read More

Vinningstölur 2019. Jólahappdrætti

Kæru félagsmenn velunnarar og vinir nú er búið að draga í jólahappdrættinu 2019. Viðtökur voru mjög góðar og seldust allir 1200 miðarnir á tímabilinu 6. Nóv. til 18. Des. 2019. Við þökkum öllum veittan stuðning og óskum ykkur gleði og friðar á nýju ári. Hér eru svo tölurnar sem dregnar voru út klukkan 12.00 […]

Read More

Fjáröflun

Félagið er ekki á fjárlögum og reiðir sig því á styrki frá samtökum, fyrirtækjum og einstaklingum. Félagið fer reglulega í fjáraflanir til að standa undir starfi félagsins og til að geta unnið að hagsmunum lesblindra.

Read More