Hljóðbókasafn Íslands

Endilega deildu okkur

Hljóðbókasafn Íslands er bókasafn fyrir lesblinda, blinda, sjónskerta og aðra sem ekki geta nýtt sér hefðbundið prentað letur. Safnið lánar þeim hljóðbækur.

Sérstök áhersla er lögð á þjónustu við námsmenn. Stærstur hluti útlánanna er þó almennt efni, svo sem skáldsögur, ævisögur, leikrit og bækur um ýmis málefni.

Staðsetning safnsins, sími og fleira

Safnið er til húsa á 1. hæð að Digranesvegi 5 í Kópavogi.

Aðalsímanúmer safnsins er 54 54 900. Fax númer er 54 54 906.

Afgreiðslan er opið frá klukkan 10 til 16 en hins vegar er safnið opið á netinu allan sólahringinn, vilji lánþegar nýta sér þann kost.

Mestur hluti af þjónustu safnsins fer fram gegnum niðurhal, síma og með pósti til lánþega.

Vefsíða safnsins er http://www.hljodbokasafn.is/ og netfang er hljodbokasafn@hljodbokasafn.is.

Vinningstölur 2019. Jólahappdrætti

Kæru félagsmenn velunnarar og vinir nú er búið að draga í jólahappdrættinu 2019. Viðtökur voru mjög góðar og seldust allir 1200 miðarnir á tímabilinu 6. Nóv. til 18. Des. 2019. Við þökkum öllum veittan stuðning og óskum ykkur gleði og friðar á nýju ári. Hér eru svo tölurnar sem dregnar voru út klukkan 12.00 […]

Read More

Fjáröflun

Félagið er ekki á fjárlögum og reiðir sig því á styrki frá samtökum, fyrirtækjum og einstaklingum. Félagið fer reglulega í fjáraflanir til að standa undir starfi félagsins og til að geta unnið að hagsmunum lesblindra.

Read More