Námskeið félagsins á dagskrá

Endilega deildu okkur

Vegna COVID faraldursins kann að vera að fresta þurfi námskeiðum sem við höfum sett á dagskrá. Taka ber fram að á öllum námskeiðum verður sérstaklega hugað að sóttvörnum og fjarlægðarmörkum.

Hægt er að skrá sig á námskeið á Facebooksíðu félagsins. Gott er að fylgjast með henni því þar eru nýjustu upplýsingar.

Næstu námskeið sem Félag lesblindra verða:

Námskeið fyrir ungmenni og foreldra: Lesblinda, nám og námstækni

Þetta námsskeið er fyrir lesblind ungmenni á aldrinum 10-15 ára og foreldra þeirra. Fjallað er um einkenni lesblindu, styrkleika lesblindra, leiðir til að byggja upp sjálfstraust, tækni, hugbúnað og námstækni sem nýtist lesblindum. Þá er fjallað um hvernig foreldrar geti best hjálpað heima fyrir.

  • Tímasetning: 13. og 15. október 2020 kl.19:30-21:00.
  • Fjöldi: 10 manns
  • Kennslustaður: Salur Sjálfstæðisflokksins Mjódd
  • Verð: 8.900
  • Hér er hægt að skrá þátttöku.

Námskeið fyrir ungmenni og foreldra þeirra: Snjalltækjanámskeið

Á þessu námskeiði fyrir ungmenni og foreldra, er farið sérstaklega yfir notkun á snjalltækja og hugbúnaðar sem nýstist lesblindum ungmennum. Oft strandar notkun á þessum hjálpartækjum á því að lesblind ungmenni eru feimin við að nýta þau eða að foreldrar hafa ekki næga kunnáttu til að styðja og hvetja börnin í að nýta þessi tæki.

  • Tímasetning:
  • 27.október 2020 kl.17:00-19.30
  • 3.nóvember 2020 kl.17:00-19.30
  • Fjöldi: 20 í hvert skipti
  • Kennslustaður: Salur Sjálfstæðisflokksins Mjódd
  • Verð: 2.000
  • Skráning fer fram á Facebooksíðu félagsins:
    27. október 2020: Skrá þátttöku.
    3. nóvember 2020: Skrá þátttöku.